Kæru hlustendur.
Fjórða plata Hipsumhaps heitir Algrím hjartans. Ég er búinn að semja hana og mun gefa ykkur hana – um leið og útgáfan er fjármögnuð. Þangað til verður tónlist Hipsumhaps ekki aðgengileg á Spotify eða öðrum streymisveitum.
Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið endurgjald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun. Það er ósanngjarnt gagnvart sjálfum mér og ég held að flestir skilji hversu mikið hark þetta er. Ég vildi að ég gæti verðlagt tónlistina mína sjálfur en því miður bjóða streymisveitur ekki upp á það í dag.
Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji greiða fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til einstaklinga og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar. Hér á heimasíðunni gefst ykkur tækifæri til að taka þátt í gerð hennar og í staðinn mun ég skrifa nöfn ykkar í sögubækurnar. Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.
Takk fyrir að hlusta.
Featured product
Útgáfustyrkur fyrir plötu #4
- Regular price
- 5.000 ISK
- Sale price
- 5.000 ISK
- Regular price
-
- Unit price
- /per
Adding product to your cart
Póstlisti
info@hipsumhaps.is
bookings@hipsumhaps.is